Fjórir einþáttungar verða á fjölunum hjá  Leikfélagi Mosfellsssveitar föstudaginn 11. nóvember. Ekki einungis eru þættirnir heimasmíðaðir heldur er leikstjórn einnig í höndum heimamanna.

hopur.jpgFjórir einþáttungar verða á fjölunum hjá  Leikfélagi Mosfellsssveitar föstudaginn 11. nóvember. Ekki einungis eru þættirnir heimasmíðaðir heldur er leikstjórn einnig í höndum heimamanna.
Einþáttungarnir eru Húð og hitt og Það er frítt að tala í GSM hjá Guði eftir Pétur R. Pétursson og Það verður að stoppa þennan mann og Einn dag í einu sem báðir eru eftir Lárus H. Jónsson.
Leikstjórar eru Harpa Svavarsdóttir, Ólafur Haraldsson og Ólöf A. Þórðardóttir.
 
Leikarar í þáttunum eru Guðrún Ester Árnadóttir, Pétur Ragnar Pétursson, Gunnar Kristleifsson, Sigrún Harðardóttir, Stefán Bjarnarson, Jóel Sæmundsson, Björn Hlynur Pétursson, Eva Björg Harðardóttir, Sigvaldi Kritjánsson, Sandra Rós Jónasdóttir,  Birgir Haraldsson, Helga Rún Gunnarsdóttir, María Guðmundsdóttir og Hjálmar Bjarnason.
 
Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning föstudaginn 11/11
2 sýning sunnudaginn 13/11
3 sýning föstudaginn 18/11
4 sýning sunnudaginn 20/11
 
Sýningarnar hefjast allar klukkan 20:00 og miðapantanir eru í síma 5 66 77 88. Miðaverð er 1000 krónur.