Val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins var tilynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL í kvöld. Björn Ingi Hilmarsson úr dómnefnd Þjóðleikhússins mætti á sumkunduna og tilkynni valið. Eftir 2 ára stopp af völdum Covid ákvað dómnefndin að velja ekki bara eina heldur tvær leiksýningar. Fyrir valinu urðu sýning Leikflokks Húnaþing vestra á Pétri Pan og sýning Leikfélags Keflavíkur á Fyrsta kossinum. Á myndinni má sjá Björn Inga ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra. Leikfélögunum er boðið að koma og sýna í Þjóðleikhúsinu fyrstu vikuna í júní. Nánar verður sagt frá valinu síðar.