Góður rómur var gerður að frumsýningunni og þótti fólkinu vestra þessi uppsetning takast með eindæmum vel, auk þess sem verið var að bjóða upp á nokkra nýbreytni þar sem uppsetningin flokkast ekki beint undir „hefðbundna“ leiksýningu eins og Bolvíkingar muna þær. Má nefna að sýningin fer fram í öllum rýmum hins nýendurgerða og glæsilega Félagsheimilis Bolungarvíkur og byrjar leikritið strax í anddyri hússins. Til að þetta gegni upp þurfti að útvega snúanlega skrifstofustóla á hjólum undir hvern og einasta leikhúsgestarass. Það gekk ekki snurðulaust fyrir sig en hafðist að lokum eins og allt annað.
Leikfélag Bolungarvíkur er komið á skrið aftur og mun vonandi ekki blunda um ókomna tíð.
{mos_fb_discuss:2}