Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 14. skipti við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld en sýnt var beint frá hátíðinni á RÚV. Kynnar kvöldsins voru Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixsson.
Stefán Baldursson fyrrverandi Óperu – og Þjóðleikhússtjóri hlaut Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Njála hlaut alls 10 verðlaun þ.á.m sem sýning og leikrit ársins en önnur verðlaun féllu svohljóðandi:
Sýning ársins 2016
Njála
í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarsson
Sviðsetning Borgarleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn
Leikrit ársins 2016
Njála
í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar
Sviðsetning Borgarleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn
Leikstjóri ársins 2016
Þorleifur Örn Arnarsson
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikari ársins 2016 í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
fyrir Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
í sviðsetningu Borgarleikhússins
Leikkona ársins 2016 í aðalhlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikari ársins 2016 í aukahlutverki
Hjörtur Jóhann Jónsson
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikkona ársins 2016 í aukahlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir
fyrir Auglýsingu ársins
í sviðsetningu Borgarleikhússins
Leikmynd ársins 2016
Ilmur Stefánsdóttir
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Búningar ársins 2016
Sunneva Ása Weisshappel
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Lýsing ársins 2016
Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Tónlist ársins 2016
Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Hljóðmynd ársins 2016
Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon
fyrir Kafla 2: Og himinninn kristallast
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Söngvari ársins 2016
Elmar Gilbertsson
fyrir Don Giovanni
í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Dans – og sviðshreyfingar ársins 2016
Erna Ómarsdóttir
fyrir Njálu
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Dansari ársins 2016
Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir Persóna – What a feeling
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Danshöfundur ársins 2016
Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir
fyrir The Valley
í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavik Dance Festival og Tjarnarbíós
Útvarpsverk ársins 2016
Fylgsnið
eftir Hávar Sigurjónsson
Leikstjórn Hilmar Jónsson
Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á RÚV
Sproti ársins 2016
Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors fyrir Flóð
í sviðsetningu Borgarleikhússins
Barnasýning ársins 2016
Vera og vatnið
eftir Tinnu Grétarsdóttur, Snædísi Lilju Ingadóttur, Guðnýju Hrund Sigurðardóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur
Í sviðsetningu Bíbí og blaka