Heima er best er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkuss Íslands. Sýningin er tveir tímar með kortérs hléi og hentar öllum frá 5 ára aldri og þolinmóðum yngri krökkum. Grippl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og svo margt fleira er sett saman svo úr verður sannkölluð sirkusupplifun, með öllu sem tilheyrir sirkustöfrunum.

Öll tónlistin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð.
Heima er best er fjórða og stærsta fjölskyldusýning Sirkuss Íslands og sú fyrsta sem sniðin er fyrir og sett upp í alvöru sirkustjaldi.
Börn undir 2 ára aldri fá ókeypis inn ef þau sitja í fangi foreldra/forráðamanna.
Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd einstaklins sem er 15 ára eða eldri.

Sirkusinn verður staðsettur á eftirfarandi stöðum á eftirfarandi tímum:

Selfoss – 4. ágúst – 10. ágúst í Sigtúnsgarði

Keflavík – 11. ágúst – 17. ágúst á Ægisgötu

Reykjavík – 18. ágúst – 24. ágúst á Klambratúni

Nánari upplýsingar og miðasala á midi.is