Átján ungmenni á aldrinum 11-15 ára taka þátt í uppfærslunni, ásamt nokkrum ungmennum á aldrinum 15-20 ára sem koma að ljósa- og hljóðstjórn og markaðsmálum. Sýningar verð í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og er áætluð frumsýning föstudaginn 29. nóvember.
Borgarbörn æfa jólasöngleik
Æfingar eru hafnar á árlegu jólaleikriti/jólasöngleik Borgarbarna, barna- og unglingaleikhúss. Um frumsamið verk er að ræða, unnið uppúr hugmyndum leikstjóra og spunum leikhópsins. Leikstjóri og handritshöfundur er Erla Ruth Harðardóttir, söngstjórn er í höndum Rebekku Sifjar Stefánsdóttur og danshöfundur er Auður Finnbogadóttir.