Af óviðráðanlegum orsökum þarf að hætta sýningum á Óþarfa offarsa hjá Leikfélagi Kópavogs fyrr en áætlað var. Síðasta sýning verður sun. 15. mars. 
Verkið segir af borgarstjóra sem liggur undir grun um fjárdrátt og tveimur lítt hæfum lögreglumönnum sem undirbúa gildru á móteli til að standa hann að verki. Samband annars lögreglumannsins við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. 
Nánar um sýninguna á www.kopleik.is.