Verkið fjallar á ærslafengin hátt um ævintýri barnanna Soffíu og Matta sem alist hafa upp hjá gistihúsinu Sporðlausu hafmeyjunni á friðsælli eyju í Suðurhöfum allt frá því að Soffía kom þangað með dularfullum hætti sem ungabarn. Ólíkt Matta uppeldisbróður sínum þráir hún að lenda í ævintýrum og heldur því statt og stöðugt fram að hún sé sjóræningjaprinsessa, fósturforeldrum sínum til mikillar armæðu. En svo gerist það eitt óveðurskvöld að tveir grunsamlegir náungar skjóta upp kollinum á Sporðlausu hafmeyjunni og áður en Soffía veit af er hún komin út á rúmsjó með stórhættulegum og ótrúlega heimskum sjóræningjum á leið til Milljónmaðkaeyju þar sem mannætur ráða ríkjum.
Næstu sýningar á verkinu eru sunnudagana 14. 21. og 28. apríl kl. 14.00.
Hægt er að panta miða á midi.is og í síma 5655900.