Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir nýjan íslenskan gleðiharmleik, Ekkert að Óttast, sem saminn er af meðlimum höfundasmiðju leikfélagsins,  laugardaginn 19. mars kl. 20.00 í Gaflaraleikhúsinu.

Leikfélagið fagnar í ár 80 ára starfsafmæli sínu og í tilefni af því var ákveðið að setja upp verk sem væri samið, leikstýrt og flutt af  félögum í leikfélaginu sjálfu.

Höfundarnir sem komu að leikritinu voru 12 talsins og var verkið skrifað á innan við mánuði.

 „Við sáum fljótlega að við vorum með hálfgerða sápuóperu í höndunum.  Plottin hlóðust upp og lítið var um lausnir framan af, en það small allt saman í lokin. Úr varð verk sem fjallar um klassísk viðfangsefni;  ást, peninga, græðgi og svik. Og humar.“ Segir Ólafur Þórðarson leikstjóri verksins.

Leikarar í sýningunni eru sjö, Aðalsteinn Jóhannsson, Arndís Jóna Vigfúsdóttir, Gísli Björn Heimisson,  Heiða Björk Vatnsdals, Sara Rut Arnardóttir, Sigmar Ingi Sigurgeirsson og Viðar Utley.

Fyrstu sýningar:

Frumsýning laugardaginn 19. mars
2. sýning þriðjudaginn 22. mars
3. sýning fimmtudaginn 24. mars
4. sýning miðvikudaginn 30. mars
5. sýning föstudaginn 1. apríl

Hægt er að nálgast upplýsingar um sýningartíma og miðasölu á Facebooksíðunni Ekkert að Óttast