Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu setja í sameiningu upp söngleikinn Grease í samstarfi við Tónskóla Hornafjarðar og frumsýna laugdagin 13. apríl. Flestir landsmenn þekkja söngleikinn Grease en hann er löngu orðinn heimsfrægur. Svo skemmtilega vill til að auk þess að vera settur upp á Höfn þá er nú unnið að uppsetningu verksins í Vestmannaeyjum. Vinsældir Grease hafa því greinilega lítið dalað frá því að kvikmyndin kom út árið 1978. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson.

Sýningar fara fram í Mánagarði en þar hafa miklar endurbætur farið fram og aðstaða fyrir leikara er nú til fyrirmyndar. Næstu sýningar verða:

Frumsýning laugardaginn 13. apríl kl. 20.00
2. sýning sunnudaginn 14. apríl kl. 20.00

3. sýning þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.00

4. sýning fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.00
5. sýning föstudaginn 19. apríl kl. 20.00
Síðasta sýning sunnudaginn 21. apríl kl. 20.00

Hægt er að panta miða á Grease hjá Svövu Kristbjörgu í síma 844-1493 eftir kl. 17 á daginn. Miðaverð er 2.500 kr.