Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari.
Leikstjórinn dró fram 3 eldri stuttverk eftir sjálfan sig, sem flutt hafa verið áður, en voru skrifuð fyrir 6 til 9 ára leikara, en höfundi langaði að prófa að vinna þau með eldri leikurum, sem tilraun. Höfundur samdi síðan tvö ný verk auk eintala fyrir hópinn til að setja þetta saman sem Kokteil þann sem þér er til boða núna
Sýningar verða laugardaginn 1. mars kl. 20.00 og sunnudaginn 2. mars kl.17.00.
Miðaverð kr. 2.000. Kaffi, gos og veitingar í boði eftir sýningar.
Upplýsingar og miðasala í síma 8975007 og á heimasíðu Halaleikhópsins: www.halaleikhopurinn.is
Kokteill Halaleikhópsins
