Sýningum á Hellisbúanum í Reykjavík lauk föstudaginn 30. apríl með látum. Nú þegar hafa 20.000 manns séð sýninguna. Vegna fjölda áskorana hefur nú ákveðið að fara í túr um landið. Hellisbúinn verður á ferðinni 5. – 19. júní og heimsækir sex bæjarfélög og verður ein sýning á hverjum stað.

Dagskráin er svona:
5. júní: Bíóhöllin, Akranesi
10. júní: Klif, Ólafsvík
11. júní: Félagsheimilið, Búðardal
12. júní: Edinborgarhúsið, Ísafirði
18. júní: Valaskjálf, Egilsstöðum
19. júní: Valhöll, Eskifirði

Aðeins er um eina sýningu að ræða í hverju bæ og því mjög takmarkað magn miða í boði. Miðasalan er hafin og fer fram á Miði.is.

Jóhannes Haukur Jóhannesson er Hellisbúinn, Rúnar Freyr Gíslason leikstýrði og Sigurjón Kjartansson sá um að þýða og staðfæra.

{mos_fb_discuss:2}