Kaspar og Sæli ákveða að gleðja ömmu sína með því að gefa henni kaffikvörn sem spilar uppáhaldslagið hennar í afmælisgjöf. Þeir eru þó ekki fyrr búnir að því en hinn ógurlegi Rummungur ræningi birtist og rænir kaffikvörninni af ömmu. Þar sem Vindbelgur varðstjóri er allt annað en spenntur að fara eltast við Rummung inn í Ræningjaskóg ákveða drengirnir að grípa til ráða og leggja gildru fyrir Rummung. Það tekst en ýmislegt fer öðru vísi en ætlað er og áður en varir eiga þeir ekki einungis í baráttu við Rummung heldur líka hina máttugu galdranorn Þeófílíu Plúmmendrúpp
Alls taka sjö leikendur þátt í verkinu. Þess má geta að nú í september eru 50 ár liðin frá því bókin um Rummung, eða Räuber Hotzenplotz eins og hann heitir á frummálinu, kom fyrst út.