Á fréttamannafundi sem haldin var núna í vikunni í Bíó Paradís kynnti Margrét Sigrún Sigurðardóttir niðurstöður rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina. Árið 2009 var velta af menningu 191 milljarður, sem var 6% af heildarveltunni það árið. Á fundinum tók Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, til máls og sagði að menningin væri það sem gerði okkur að þjóð.

Gögnin sem unnið var út frá voru frá Fjársýslu ríkisins og sambandi íslenskra sveitarfélaga. Virðisaukaskattsskyld velta  af menningarstarfsemi var 165 milljarður, eða rúm 6% af slíkri veltu á landinu öllu. Landbúnaður skilar 1% af heildarveltu og fiskveiðar 4%. Framleiðsla málma árið 2009 skilaði 10% af virðisaukaskattsskyldri veltu.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði á fundinum að rannsóknin væri afar mikilvæg til að marka atvinnustefnu í menningarstarfsemi og yrði komið á starfshópi sem á að vinna að tillögum á grunni rannsóknarinnar. Hún sagðist vona að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu til þess að opna augu fólks fyrir því hversu mikilvægar skapandi greinar væru þjóðarbúinu. Þær gegndu þó ekki síður félagslegu hlutverki.

Hún sagði ráðuneytið leggja til 4 milljónir króna sem verja á til rannsóknar á  því hvernig stoðkerfi atvinnulífsins getur sem best komið til móts við þarfir hinna skapandi greina. Á næsta ári verður sérstök áhersla lögð á skapandi greinar við veitingu styrkja úr hinum ýmsu sjóðum. Þannig erum við að feta okkur í átt að fjölbreyttara atvinnulífi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.

{mos_fb_discuss:3}