Góðir hálsar er leiksýning eftir Kára Viðarsson þar sem rakin er saga Axlar-Bjarnar. Sýningin er súrrealísk syndaaflausn með karíókíívafi þar sem áhorfendur fá tækifæri til að sjá mannlegu hliðina á manni sem hingað til hefur verið talinn geðsjúkur raðmorðingi.
Leiksýningin verður sú fyrsta í nýju leikhúsi sem nú rís í gamalli fiskvinnslu í Rifi á Snæfellsnesi. Leikhúsið ber heitið Frystiklefinn og verður aðstaðan formlega opnuð í nóvember næstkomandi.
Sýningin og uppsetning leikhússins er samofið verkefni sem hlaut frumkvöðlastyrk Evrópu unga fólksins á þessu ári.
Höfundur: Kári Viðarsson
Leikarar: Alexander Roberts, Ingi Hrafn Hilmarsson, Kári Viðarsson og Snædís Ingadóttir
Leikstjórar: Kári Viðarsson og Árni Grétar Jóhannson
Leikmynd: Helga Páley Friðþjófsdóttir og Kári Viðarsson
Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson
Hljóðhönnun: Ragnar Ingi Hrafnkelsson
Sýnt í Frystiklefanum, nýju leikhúsi í Rifi á Snæfellsnesi.
Sýningatímar:
18. ágúst – 20.00 – Frumsýning
19. ágúst – 20.00
20. ágúst – 20.00
21. ágúst – 20.00 – Lokasýning
Miðasala: frystiklefinn@gmail.com – 8659432
Nánari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 8659432 og netfangið er karividars@gmail.com