Leikhópurinn Fröken Fix, í samstarfi við Leikfélag Hafnarfjarðar, frumsýnir nýtt íslenskt verk næstkomandi föstudag á sviðslistahátíðinni artFart. Verkið ber nafnið Ómynd og er skrifað af Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur og Aldísi Davíðsdóttur, sem eru jafnframt stofnendur Fröken Fix. Ómynd tekur á innilokun, eymd og erfiðum aðstæðum, en einnig hvernig hægt er að flýja þær með ímyndunaraflinu einu saman. Verkið er því í senn dramatískt, spennandi og sprenghlægilegt.

Ómynd fjallar um tvær systur sem eru á flótta undan óskilgreindri ógn. Þær enda ofan í kjallara þar sem þær bíða þess að þriðja systirin komi með mat og aðstoð. Ekki líður á löngu þar til særður maður hrökklast ofan í kjallarann. Systurnar taka honum með fyrirvara en maðurinn reynist góður og vill þeim vel. Biðin eftir þriðju systurinni og matnum verður erfiðari með hverjum tímanum sem líður og loks átta systurnar sig á því að ekki er allt sem sýnist.

Fröken Fix er leikhópur sem var stofnaður sumarið 2009 við uppsetningu á verkinu Bergmál. Í ár hefur hópurinn fengið leikstjórann Guðjón Þorstein Pálmarsson og leikarann Jón Stefán Sigurðsson í lið með sér. Helgi Rafn Ingvarsson sér um tónlist og hljóðmynd.

Sýningar og miðasala er sem hér segir:

föstudagur 20. ágúst kl 20 svidslist@gmail.com & 663-9444
laugardagur 21. ágúst kl 20 svidslist@gmail.com & 663-9444 UPPSELT
sunnudagur 22. ágúst kl 18 og 21 svidslist@gmail.com & 663-9444
mánudagur 23. ágúst kl 20 frokenfix.iceland@gmail.com & 8688720
þriðjudagur 24. ágúst kl 21 frokenfix.iceland@gmail.com & 8688720

Athugið að nauðsynlegt er að panta miða þar sem sætafjöldi er takmarkaður.
Ómynd er staðsett í kjallaranum á veitingastaðnum Einari Ben, við Ingólfstorg.

Miðaverð er 2200 krónur. Sýningin er ekki við hæfi barna.

www.facebook.com/frokenfix

{mos_fb_discuss:2}