Leikfélagið Sýnir  frumsýnir leikverkið Allir komu þeir aftur í dag, þann 19. ágúst klukkan 18:00 í Indjánagili í Elliðaárdalnum, í samvinnu við Sviðslistahátíðina ArtFart. Áætlað er að hafa sex sýningar alls. Í verkinu mætast nútíð og fortíð í umgjörð náttúraflanna. Sagan sem er tímalaus undirstrikar mannlegt eðli þegar uppreisn og uppgjöf mætast. Leikstjóri er Aldís Davíðsdóttir en vinnur einnig leikgerðina sem er lauslega er byggt á leikritinu Widows eftir Ariel Dorfman og Tony Kushner.

Verkið gerist í smáþorpi í litlum dal og hefur það áfall dunið á þorpsbúum að allir mennirnir voru numdir á brott vegna uppreisnar gegn kerfinu. Eiginkonurnar og dæturnar sem eftir sitja vita lítið um afdrif mannanna en trúa því að þeir snúi aftur heilir á höldnu ef þær halda við heimilunum og haga sér vel undir harðstjórninni sem ríkt hefur í dalnum síðan mennirnir fóru að hverfa einn af fætur öðrum. Dag einn kemur ný herstjórn í dalinn og biður konurnar um að segja skilið við fortíðina og líta fram á við. Óviljug að sættast við þessar hugmyndir, rís ein af gömlu konunum á fætur og heimtar að fá að vita um afdrif mannanna í hennar fjölskyldu. Stuttu síðar flýtur óþekkjanlegt karlmannslík niður ána sem hrindir af stað atburðarrás sem hvorki herinn né konurnar gátu séð fyrir.

Komið klædd eftir veðri, við munum leiða ykkur í gegnum skóginn að Indánagili. Engir stólar eru á staðnum og sýningartíminn er um 70 mínútur. Sýningin byrjar á bílastæðinu við félagsheimilið við Rafstöðvarveg.

Miðapantanir á fyrstu fjórar sýningarnar:
midasala@artfart.is eða í síma 663-9444
Miðapantanir á seinustu tvær sýningarnar: annbra78@hotmail.com eða í síma 892-4078

Sýningar eru:

19. ágúst fimmtudagur kl. 18:00
20. ágúst föstudagur kl. 18:00
21. ágúst laugardagur kl. 18:00
22. ágúst sunnudagur kl. 18:00
23. ágúst mánudagur kl. 18:00
24. ágúst þriðjudagur kl. 18:00

{mos_fb_discuss:2}