Leikfélag Selfoss er á leið með gamanleikinn Hnerrann eftir Anton Chekov á leiklistarhátíð í Rokiskis í Litháen dagana 5.-.7. október nk. og sýnir af því tilefni tvær aukasýningar af verkinu síðustu helgina í september. Sýnt er í Leikhúsinu við Sigtún og leikstjóri Hnerrans er Hörður Sigurðarson.

 

Þeir sem misstu af þessari skemmtilegu sýningu ættu ekki að látta happ úr hendi sleppa. Sýningarnar verða föstudaginn 28. september og laugardaginn 29. september kl. 20.30.