Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir nýtt íslenskt leikrit eftir Gunnar Björn Guðmundsson föstudaginn 27. febrúar. Leikritið fjallar um hóp fólks sem boðað er á fund til bjargar framtíð íslensku þjóðarinnar. Leikritið er samið með spuna og er mjög lífleg og skemmtileg.  Sýningartími er um ein klukkustund og er sýnd í Undirheimum, aðstöðu leikfélagsins í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

Miðaverð er 1500 krónur en 1000 fyrir nema, ellilífeyrisþega og öryrkja 1000 kr. Börn undir 12 ára 500 kr. Miðapantanir á leikfelag@nfmh.is og í síma 696-7760 eða 846-2618.

Allar sýningar hefjast stundvíslega klukkan 20.00.
frumsýning 27. febrúar (uppselt)
2. sýning 4. mars
3. sýning 5. mars (uppselt)
4. sýning 11. mars
5. sýning 12. mars

{mos_fb_discuss:2}