Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á Sjeikspírs Karnivali Halaleikhópsins sunnudaginn 8. mars nk. kl. 17.00 í leikgerð og leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Verkið er unnið upp úr þremur verkum Williams Shakespears: Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og Hinriki IV, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar.

Þetta er ærslafullur gamanleikur, sem gerist á einum sólarhring í Illiríu, á Karnivali hjá Orsínó greifa. Hann er dapur og því koma vinir hans og leika fyrir hann alls kyns gamanleiki, til að létta honum lífið. Við sögu koma margar af þekktustu gamanleikjapersónum Shakespears, eins og t.d. Malvólíó, Tóbías Búlki, Andrés Agahlýr o.fl.

Þetta er sem fyrr segir, eitt allsherjar grín frá upphafi til enda. 18 leikarar taka þátt í sýningunni og annar eins hópur stendur að baki þeim, við hin ýmsu störf.

Sýnt er í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík. (Gengið inn að norðanverðu) Miðaverð 1500 kr. og svo afslættir fyrir börn og hópa.

ATH. ALLRA SÍÐASTA SÝNING

Nánari upplýsingar er að finna á vef Halaleikhópsins www.halaleikhopurinn.is

{mos_fb_discuss:2}