Leikfélag Hafnarfjarðar hyggst setja upp nú í vetur barnaleikritið Fúsa Froskagleypi sem byggt er á samnefndri sögu danska rithöfundarins Ole Lund Kirkegaard. Lárus Vilhjálmsson, leikstjóri verksins, ætlar að halda fyrsta fund vegna Fúsa Froskagleypis á laugardaginn næstkomandi (17. janúar) klukkan 12:00 í Gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Lárus ætlar að ræða um verkið, hvernig vinnuferlið verður, leikhópinn, hlutverkin ofl. í þessum dúr. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt, ungir sem gamlir, feitir sem mjóir, fagrir sem fríðir, frískir sem ófrískir og allt þar á milli eru hvattir til þess að mæta !
Sjáumst á laugardaginn 🙂
Stjórn LH
{mos_fb_discuss:2}