Íslensku leiklistarverðlaunin 2006, Gríman, voru afhent með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu sl. föstudag. Sýning Þjóðleikhúsins, Pétur Gautur, var sigurverari hátíðarinnar, var valin sýning ársins og Baltasar Kormákur leikstjóri ársins auk þess sem hún hlaut þrjú leikaraverðlaun af fjórum.
HANDHAFAR GRÍMUNNAR 2006

olafiahronn.jpgSÝNING ÁRSINS
Leiksýningin Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í leikgerð Baltasars Kormáks í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Leikstjórn annaðist Baltasar Kormákur.

LEIKSKÁLD ÁRSINS
Hugleikur Dagsson fyrir leikverkið Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.

LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Baltasar Kormákur fyrir leikstjórn í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ég er mín eigin kona í sviðssetningu Leikhússins Skámána í samstarfi við Menningar- og listastofnun Kormáks og Skjaldar.

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Pétur Gautur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

LEIKMYND ÁRSINS
Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir leikmynd í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.

BÚNINGAR ÁRSINS
Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Virkjunin í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir búninga í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.

LÝSING ÁRSINS
Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Ég er mín eigin kona í sviðssetningu Leikhússins Skámána í samstarfi við Menningar- og listastofnun Kormáks og Skjaldar, fyrir lýsingu í leiksýningunni Fagnaður í sviðssetningu Þjóðleikhússins og fyrir lýsingu í leiksýningunni Maríubjallan í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.

TÓNLIST ÁRSINS
Nick Cave og Warren Ellis fyrir tónlist í leiksýningunni Woyzeck í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.

SÖNGVARI ÁRSINS
Andrea Gylfadóttir fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Íslensku Óperuna.

DANSARI ÁRSINS
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Áróra Bórealis í sviðssetningu Bórealis Ensemble og fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Critic’s Choice? í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins.

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS
Leikhópurinn fyrir dans og hreyfingar í leiksýningunni Forðist okkur í sviðssetningu CommonNonsense og Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.

BARNASÝNING ÁRSINS
Leiksýningin Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Tónlist eftir Árna Egilsson. Leikstjórn annaðist Þórhallur Sigurðsson.

ÚTVARPSVERK ÁRSINS
Útvarpsleikritið Skáld leitar harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. Hljóðsetningu annaðist Hjörtur Svavarsson.

HEIÐURSVERÐLAUN LEIKLISTARSAMBANDS ÍSLANDS
Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu menningar og lista á Íslandi.

ÁHORFENDAVERÐLAUNIN
Söngleikurinn Hafið bláa eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í sviðssetningu Ísmediu.
Tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson.
Leikstjórn annaðist Agnar Jón Egilsson.