Day: 26. október, 2006

Aukasýning á Systrum

Allra síðasta tækifæri til að sjá hina margverðlaunuðu sýningu Hugleiks, Systur, gefst í Möguleikhúsinu föstudagskvöldið 27. október nk. Þetta er aukasýning og enn er hægt að fá miða. Þá gildir hið vinsæla "systratilboð" ennþá, en samkvæmt því greiða systrahópar aðeins fyrir einn miða óháð fjölda systranna. Miðapantanir eru á www.hugleikur.is eða í síma 551...

Sjá meira

Dogmatísk Sólarferð í Borgarleikhúsinu

Laugardaginn 28.október mun Dogmaleikhópur Borgarleikhússins opna dyrnar fyrir almenningi. Síðastliðnar fjórar vikur hefur leikhópurinn verið að skoða hlutverk leikarans í vinnunni með leikverkið. Vettvangur rannsóknarinnar hefur verið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson.  Leikararnir hafa kastað á milli sín hugmyndum að úrlausnum og leikaðferðum, án tilkomu leikstjóra eða útlitshönnuða. Þeir hafa velt fyrir sér ábyrgð leikarans í vinnuferlinu og prófað mismunandi vinnaðferðir og er ætlunin að leyfa öllu leikhúsáhugafólki að sjá útkomuna. Áhorfandinn er órjúfanlegur hluti af leikhúsinu og því ekki hægt að gera rannsókn með leiklistarformið án þess að taka áhorfendur inn í það ferli. Dogma er röð af styttri...

Sjá meira

Gosi á Sauðárkróki

Leikfélag Sauðárkróks hefur hafið æfingar á söngleiknum um hinn eina sanna spýtustrák Gosa.  Leikverkið er eftir Brynju Benediktsdóttur með söngvum eftir Þórarinn Eldjárn við tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar.  Leikstjórn er í öruggum höndum Þrastar Guðbjartssonar, en leikendur og aðrir aðstandendur sýningarinnar eru ungir og gamlir, reyndir og óreyndir, af ýmsum ættum og úr mörgum héruðum. Frumsýnt verður laugardaginn 21. október 2006 í félagsheimilinu Bifröst, nánar auglýst...

Sjá meira

Sitji guðs englar í Þjóðleikhúsinu

Föstudaginn 29. september n.k. frumsýnir Þjóðleikhúsið Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikgerð Illuga Jökulssonar og leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Leikgerðin er byggð á þremur bókum Guðrúnar, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Leikritið gerist í íslensku sjávarþorpi í síðari heimsstyrjöldinni og miðpunkturinn er barnmörg stórfjölskylda. Gegnum litríkt líf hennar kynnast áhorfendur tíðaranda stríðsáranna, átakanlegum atburðum og skrautlegum uppákomum. Þetta er leiksýning fyrir alla fjölskylduna sem vekur upp áleitnar spurningar um tengsl fortíðar og nútíðar. Verk Guðrúnar Helgadóttur eru þjóðinni hjartfólgin og bækur hennar hafa verið lesnar upp til agna af mörgum kynslóðum. Hún er...

Sjá meira

Act alone á Ísafirði 29. júní – 2. júlí

Kómedíuleikhúsið stendur árlega fyrir leiklistarhátíðinni ACT ALONE á Ísafirði yfir sumartímann. ACT ALONE er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á ACT ALONE og gefst því fólki frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform. Hátíðin verður nú haldin í 3. sinn dagana 29. júní til 2. júlí í Hömrum á Ísafirði. Kómedíuleikhúsið stendur árlega fyrir leiklistarhátíðinni ACT ALONE á Ísafirði yfir sumartímann. ACT ALONE er helguð einleikjum og er meðal...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert