Afmælishátíð Leiklistarskólans verður í haldin Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 18. mars nk. Hátiðin verður sett kl. 18.00 og stendur fram yfir miðnætti.
Aðgangseyrir er 5.500 og nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 10. mars á netfangið info@leiklist.is og greiða aðgangseyrinn inn á reikning 334-26-5463, kt. 440169-0239.
 
Innifalinn í aðgangseyri er kvöldverður sem samanstendur af smáréttum á hlaðborði:

Tapas með parmaskinku og klettasalati

Tapas með krabbasalati

Tapas með reyktum laxi

Tapas með andabringu 

Maki með túnfisk, gúrku og grillaðri papriku

Maki með humar, mangó og kóríander

Önd á spjóti með Pekingsósu

Lambalundir með Einstök-bbq sósu

Hvitlauks- og chilimarineraður steinbítur á spjóti

Djúpsteiktar kókosrækjur með sweetchilisósu

Djúpsteiktur Camenbert

Franskar makkarónur
 
Dagskrá:

Setning – Hrefna Friðriksdóttir og Dýrleif Jónsdóttir, skólastýrur

Ávarp – Guðfinna Gunnarsdóttir, formaður Bandalags ísl. leikfélaga

Fyrstu árin – Sigríður Karsldóttir, fyrrverandi skólastýra

Skemmtiatriði í anda skólakvöldvöku;
Öllum boðið að taka þátt með gömul og góð atriði eða ný og fersk. Þar sem samkeppni um skólasöng fellur niður vegna engrar þátttöku eru söngatriði velkomin sem kannski gætu orðið að skólasöng síðar meir.
En aðalmálið verður að gamlir og nýir nemendur, kennarar, skólastýrur, skólanefndir og aðrir velunnarar skólans í gegnum þessi 20 ár komi og gleðjist saman í tilefni af þessum merka áfanga í starfi skólans okkar.
Þeir sem vilja troða upp er bent á að skrá sig á info@leiklist.is svo skipuleggjendur geti haldið utan um fjölda atriða.

Að lokum verður dansiball að hætti skólans.