Egner-sjóðurinn var stofnaður árið 1975 á 25 ára afmæli Þjóðleikhússins. Þá heimsótti Thorbjörn Egner leikhúsið og gaf því sýningarrétt og höfundarlaun verka sinna á Íslandi. Tekjur sjóðsins hafa verið nýttar til að veita styrki til leikhúsfólks og til að efla leikhússtarf í þágu barna. Í sjóðstjórn sitja nú auk þjóðleikhússtjóra, Tinnu Gunnlaugsdóttur, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri.
Í anddyri Þjóðleikhússins hefur verið komið upp sýningu á teikningum og myndum sem tengjast verkum hans sem sett hafa verið upp hér í húsinu allt frá árinu 1960.