Mörg félög hafa sent eftirfarandi fyrirspurn og spurningar á stjórnmálaflokkana:

Starfsemi áhugaleikfélaga á Íslandi á sér langa sögu sem sums staðar spannar yfir 100 ár. Víða um land er áhugaleikfélagið á staðnum eini vettvangurinn þar sem landsmenn geta notið leiklistar í heimabyggð, og allsstaðar eru þau eini staðurinn þar sem almenningur getur tekið þátt í því fjölbreytta sköpunarstarfi sem leikhússtarf er, burtséð frá menntun, stétt, stöðu eða tengslum við aðrar stofnanir.
Leikárið 2023 – 2024 störfuðu yfir 3000 manns með áhugaleikfélögum á landinu og áhorfendur á sýningum voru vel yfir 30 þúsund talsins. Áhugaleiklistin er auk þess grasrótin sem nærir atvinnugeirann í íslensku leiklistarlífi. Leitun er að leikhúsfólki sem ekki á sín fyrstu kynni af listinni, uppfræðslu og reynslu að þakka áhugaleiklistinni.
Þrátt fyrir ofangreint eru framtíðarhorfurnar afar slæmar. Áhugaleikfélögin á Íslandi voru 62 talsins árið 2009 en í dag eru þau 40. Framlög til áhugaleiklistar voru skorin niður um rúmlega helming í kjölfar Hrunsins og hafa aldrei borið sitt barr síðan. Í dag eru framlögin rétt rúmlega þriðjungur af því sem þau voru fyrir Hrun en samkvæmt áætlunum er stefnt að enn meiri niðurskurði á næstu árum. Fækkun félaganna er engin tilviljun og í beinu samhengi við þann gífurlega niðurskurð sem orðið hefur á undanförnum 15 árum.

Er flokkurinn tilbúinn að snúa við þessari óheillaþróun og leiðrétta þennan gríðarlega niðurskurð sem nefndur er að ofan?

Hefur flokkurinn menningarstefnu og/eða áætlun sem styrkir áhugaleiklist á Íslandi?

Hér eru þau svör sem borist:


Leikflokkur Húnaþings vestra – Flokkur fólksins:

Sæl,
Takk fyrir póstinn og afsaka sein svör sem eru vegna mikilla anna í kosningabaráttunni o.fl.
Varðandi stuðning ríkisins við áhugaleikfélögin þá átti ég fund á Akureyri með tveim aðilum sem tengjast þeim og fórum við yfir málið. (Minnir að þeir hafi verið úr Hörgárdal)  Ég ræddi mál leikfélaganna einnig við aðra nefndarmenn í fjárlaganefnd og vilji var til að auka framlögin eftir því sem ég best vissi.  Ég vissi um fækkun þeirra á landsbyggðinni undanfarin ár en þar fer fram mikilvæg grasrótarstarfsemi líkt nefnt er í póstinum. Mikilvægt er að áhugamannfélögin á landsbyggðinni dafni og get greitt ytri kostnað við uppfærslur sýninga, t.d. leikstjórn o.s.frv.  Ríkið fær mikið fyrir peninginn með stuðningi sínum til áhugaleikfélaga á landsbyggðinni og er hann hluti af stuðningi ríkisins við menningarlífi á landsbyggðinni og því hluti af byggðastefnu.
Takk fyrir að vekja athygli á málinu og afsaka aftur sein svör.
Kveðja,
Eyjólfur Ármannsson


Leikfélag Blönduóss – Svar frá Viðreisn:

Heil og sæl Eva,
Og takk fyrir tölvupóstinn. Ég veit að flokkurinn var búinn að svara en ég mátti til með að svara þér sjálf. Ég styð áhugaleikfélög heilshugar. Þau eru órjúfanlegur hluti af menningarstarfi samfélaganna – sérstaklega á landsbyggðunum. Ég hef á ferðalagi mínu um kjördæmið einmitt átt samtöl við slík félög og geri mér vel grein fyrir mikilvægi þeirra. Það er gaman að segja frá því að afi minn, Erlingur E. Halldórsson leikstýrði einmitt nokkrum leikritum á sínum tíma á Skagaströnd. Ég var að fara yfir öll gögnin hans um daginn til að afhenda leikminjasafni Íslands öll leikritin sem hann skrifaði oig fleiri handrit og fann þar bréfaskrif á milli hans og formanns leikfélagsins á svæðinu. Hann sinnti aðallega áhugaleikfélögum á landsbyggðunum á sínum starfsferli við góðan orðstír og hann talaði alltaf um hversu mikilvægt það var að sinna þessu ótrúlega dýrmæta menningarstarfi samfélaganna.
Þannig að ég vildi bara kasta á þig kveðju – og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Og ef ég næ inn á þing á morgun þá væri gaman að koma á sýningu hjá ykkur við tækifæri!
Bestu kveðjur,
María Rut


Facebook – Sjálfstæðisflokkurinn:
Vilhjálmur Árnason:
Er nú bara fyrst að sjá þetta núna. En grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er frelsi til athafna og skapandi hugsun. Það leiðir einmitt af sér mikilvægt starf eins og ykkar. Ekki bara að treysta á opinbert leikhús, þá væri þetta einhæft.

Við vorum með formennsku í fjárlaganefnd sem veitti áhugaleikhúsunum og leiklistarsjóði sitthvorar 20 milljónirnar og leiðréttum þannig hagræðingu ráðuneytisins.

Halaleikhópurinn og Leikfélag Blönduóss – Viðreisn:

Takk fyrir spurningarnar.
Viðreisn hefur vissulega stefnu um menningu og listir.
Auðugt menningar- og listalíf er mikilvægt hverri þjóð. Að auki eru menningarstarfsemi og skapandi greinar að verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu.
Það fer ekki milli mála að starfsemi áhugaleikhúsa er samgróin menningu okkar í fortíð og framtíð. Starfsemi af þessu tagi auðgar mannlíf og styrkir byggðirnar. Margir okkar bestu leikarar hafa stigið sín fyrstu skref á þessum vettvangi.
Því miður er ein helsta ástæða áframhaldandi niðurskurðar á framlögum til menningarstarfsemi allar götur frá hruni sú hve illa hefur verið staðið að því reka ríkissjóð á síðustu kjörtímabilum. Hann hefur verið rekinn með halla og vaxtakostnaður er óheyrilegur og því er brugðist við með niðurskurði. Þessu ætlar Viðreisn að breyta. Við ætlum að ná tökum á rekstrinum til að ná að efla t.a.m. listgreinar hér á landi.
Það er mikilvægt að auka skilning atvinnulífsins á gildi þess að styðja vel við listir og menningu af öllu tagi. Það felur í sér gagnkvæman ávinning þegar upp er staðið. Listir og menningarstarfsemi fela ekki bara í sér útgjöld og kostnað heldur verður til auður sem má meta til fjár um leið og mannlífið verður auðugra og betra.
Viðreisn lofar ekki gulli og grænum skógum en vill, komist flokkurinn í aðstöðu til þess, bæta úr þessum vanda eftir mætti. Til þess þarf að finna fjármagn en ekki síður bestu leiðir til þess að þeir nýtist sem allra best. Þær leiðir vill Viðreisn finna að höfðu samráði og samtali við þau sem best þekkja til.
Með góðum kveðjum,
VIÐREISN


Leikfélag Hörgdæla – Svar frá Sósíalistaflokknum:

Sæl,
Við höfum svara mjög mörgum og samskonar fyrirspurnum frá áhugaleikhúsum sl. tvo daga.
Sósíalistaflokkurinn styður tilverurétt áhugaleikhúsa og hefur öfluga menningar- og listastefnu:
https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/menningarmal-og-listir/
kveðja,
Sara Stef. Hildar
Kosningastjórn Sósíalista


Leikfélag Blönduóss – Svar frá Framsóknarflokknum: 

Sæl Eva og takk fyrir þetta.
við höfum staðið með áhugaleikfélögum um allt land enda mikilvægt starf sem þar er unnið. Til marks um það þá má nefna að við í fjárlaganefnd settum inn 20 m.kr á næsta ár til aukins stuðning við áhugaleikhús og var ég mjög ánægður með að ná því inn. Veit að það skiptir máli.
Fyrir okkur sem búum út á landi eru mjög mikilvægt að áhugaleikhúsunum sé gert fært að vinna og halda úti sýningum. Það þekkjum við sem hér búum. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því.
kv
stefán


Leikfélag Blönduóss – Svar frá Viðreisn: 

„Það er sjálfsagt að áframsenda þetta á Maríu og þau sem fyrir neðan þau eru. En sömu spurningar eru að koma frá mörgum áhugafélögum og þið munuð öll fá sama svarið frá Viðreisn.
Með bestu kveðju, Svanborg Sigmarsdóttir


Leikfélag Blönduóss – Svar frá Miðflokknum: 

Sæl
Skal glaður koma þessu áfram á oddvita flokksins í nv
Mbk
Ragnar R


Leikfélag Blönduóss – Svar frá Samfylkingunni: 

Sæl Eva og takk fyrir að spyrja.
Við sem búum í minni samfélögum skiljum mikilvægu menningar fyrir blómleg og mannbætandi samfélög.
Ég er var búin að heyra af þessum niðurskurði og þetta er ekki gott.
Það er skýrt í stefnu Samfylkingarinnar að styðja beri menningarstarf á landsbyggðinni.
Bestu kveðjur, Arna Lára“


Leikfélag Blönduóss – Svar frá VG: 

Hæhæ
Við fengum orðrétt sömu spurningar frá Leikfélagi Hveragerðis svo ég á nú bara til svar við þessum góðu og mikilvægu spurningum:
Áhugaleikfélögin eru oftar en ekki hjartað og sálin í svæðisbundinni menningarstarfsemi auk þess að vera gríðarlega mikilvæg í samhengi samfélags og geðheilbrigðis. Oftar en ekki er áhugaleikfélagið á hverjum stað ein Að auki má ekki gleyma þeirri nýsköpun sem oft á sér stað í áhugaleikfélögum í leikritun og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Það er því mjög mikilvægt að styðja við og efla starfsemi þeirra á sem víðustum grunni. Vinstri græn hafa löngum haft menningarmál í hávegum, allt frá því Katrín Jakobsdóttir sat í menntamálaráðuneytinu á árunum 2009-2013, og að okkar frumkvæði var hér stofnað sérstakt menningarmálaráðuneyti í kjölfarið á stjórnarmyndun árið 2021. Í stefnu Vinstri grænna í málefnum menningar og lista er skýrt kveðið á um samfélagslegt mikilvægi menningar og lista og þar segir meðal annars:
“Menningarstefna á Íslandi á að snúast um þátttöku allra. Sérstaklega þarf að efla þátttöku þeirra sem síst sækja sér menningartengdar upplifanir vegna hindrana í samfélaginu og aðstöðumunar. Menning og listir eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttaka í menningarstarfsemi og fjölbreyttu, skapandi listastarf bætir lýðheilsu og eflir fólk með ólíkan bakgrunn til þátttöku í samfélaginu. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar.” (sjá https://vg.is/stefna/menning-og-listir/)
Vinstri græn eru í liði með áhugaleikfélögum alla leið, á forsendum listræns gildis, félagslegs mikilvægis og jöfnuðar og munu að sjálfsögðu beita sér fyrir að rétta hlut þeirra með ráðum og dáð á næsta kjörtímabili.

Bkv. fyrir hönd VG,
Hreindís Ylva (alin upp í Leikfélagi Mosfessveitar)


Leikfélag Hveragerðis – Svar frá Sósíalistaflokknum:

Sæl,
Við höfum svara mjög mörgum og samskonar fyrirspurnum frá áhugaleikhúsum sl. tvo daga.
Sósíalistaflokkurinn styður tilverurétt áhugaleikhúsa og hefur öfluga menningar- og listastefnu:
https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/menningarmal-og-listir/
kveðja,
Sara Stef. Hildar
Kosningastjórn Sósíalista


Leikfélag Hveragerðis – Svar drá Viðreisn:

Heil og sæl
Mig langar að byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir póstinn.
Varðandi þetta þá höfum við sagt að Viðreisn vill endurskoða alla menningartengda sjóði og tryggja að úthlutun sé faglegri.
Varðandi áhugaleikhúsin þá er þetta eitt af þeim málum þar sem ríki og sveitarfélög þurfa að vinna betur saman en ekki sem andstæðingar, samtalið þarf almennt að vera mun meira milli ríkis og sveitarfélaga.
Við viljum auk þess að ríkið hafi tekjur af erlendum miðlum t.d eins og facebook og að þær tekjur verði nýttar til að efla menningarstarf um allt land.
Við erum með kosningaskrifstofu í Veisluhöllinni og við erum svo sannarlega alltaf til í spjall. Hjartanlega velkomin til okkar 🫶🏻
Hlýjar kveðjur
Sandra Sigurðardóttir


Leikfélag Ölfuss – Svar frá Samfylkingunni: 

,,Sæl, takk fyrir erindið.
Við munum gera okkar besta til að svara en vegna mikils fjölda fyrirspurna getum við ekki tryggt svör við spurningum sem berast eftir 21. nóvember.“


Leikfélag Ölfuss – Svar frá Sósíalistaflkokknum: 

,,Sæl verið þið.
Já við erum með stefnu í menningarmálum og við viljum efla listir og menningu um allt land. Þar með leiklistina en auk þess að tryggja kjör fólks hjá stóru leikhúsunum viljum við hækka listamannalaun og fjölga verkefnastyrkjum. Þá viljum við virkja sjálfstæða listhópa svo sen leiklistahópa til að fara með sýningar út á landsbyggðina, vinna með jaðarhópum og geta unnið þannig að almenningur allur óháð stéttum eigi greiða leið að menningunni. Við lítum svo á að menningin sé arðbær iðnaður eins og hver annar og eigi því að setja fjármagn í hana. Þess utan er listin spegill á samfélagið sem skiptir miklu máli í þróun þess.

Kíkið endilega á stefnuna okkar í málefnum mennignar og lista.
Bestu kveðjur
María.
2. sæti RVK norður“
[Magnþóra hjá LÖ: „Mér fannst þetta ekki nógu skýrt svar svo ég sendi eftirfarandi: 
Þetta svarar spurningunni ekki beint hvað áhugaleikfélögin varðar. Hyggst Sósíalistaflokurinn auka styrki til áhugaleiklistar á Íslandi komist hann til valda?
Kv. Stjórn LÖ.“
Þá kom þetta:]
,,Þetta er auðvitað já svar og rökstuðningur hvers vegna við viljum efla menningu og listir. Það táknar að setja meira fjármagn í alla menningu þar með talið sjálfstæðu leikhúsin og leikhópana út um allt land.“

Leikflokkur Húnaþings vestra – Svar frá Samfylkingunni: 

Góðan daginn og takk fyrir að spyrja.
Við sem búum í minni samfélögum skiljum mikilvægu menningar fyrir blómleg og mannbætandi samfélög.
Ég er var búin að heyra af þessum niðurskurði og þetta er ekki gott.
Það er skýrt í stefnu Samfylkingarinnar að styðja beri menningarstarf á landsbyggðinni.
Bestu kveðjur, Arna Lára


Leikfélag Hveragerðis – Svar frá Pírötum: 

Hér er svar frá frambjóðendum Pírata í Suðurkjördæmi vegna fyrirspurnar ykkar sem okkur barst í vikunni:
Hefur flokkurinn menningarstefnu og/eða áætlun sem styrkir áhugaleiklist á Íslandi?
Píratar hafa enn sem komið er, ekki mótað stefnu eða áætlun um áhugaleikfélög. Það þýðir ekki að ekki sé áhugi eða skilningur á mikilvægi áhugaleikfélaga, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem í gegnum tíðina hafa ekki aðeins verið viðhöfð nauðsynleg tilraunastarfssemi með allskyns leikverk sem hefðu alla jafna ekki verið sett á svið hérlendis, þá er þetta afar gefandi félagsstarf sem brúar oft brýr á milli kynslóða. Það er einlæg ósk okkar að fá liðsinni ykkar til að móta stefnu í þessum málaflokki, enda engir betur til þess fallnir að móta stefnuna en þeir sem lifa og hrærast í þessum heimi.
Grasrót Pírata hafa alltaf tekið við málum inn í kosningakerfi sitt óháð því hvaðan þau koma og fjallað um þau og jafnvel samþykkt ef þau samræmast grunnstefnu flokksins. Við hvetjum ykkur að vera í sambandi við oddvita Pírata í Suðurkjördæmi Mumma Tý, ef áhugi er fyrir hendi að móta langtímastefnu fyrir þennan málaflokk, þar sem lagðar eru línurnar til áratuga í stað eins kjörtímabils.

Kær kveðja,
Atli Rafn
Kosningastjóri Pírata í Suðurkjördæmi“


Leikflokkur Húnaþings vestra – Svar frá Framsóknarflokknum: 

Sæl og takk fyrir þetta.

við höfum staðið með áhugaleikfélögum um allt land enda mikilvægt starf sem þar er unnið. Til marks um það þá má nefna að við í fjárlaganefnd settum inn 20 m.kr á næsta ár til aukins stuðning við áhugaleikhús og var ég mjög ánægður með að ná því inn. Veit að það skiptir máli.
Fyrir okkur sem búum út á landi eru mjög mikilvægt að áhugaleikhúsunum sé gert fært að vinna og halda úti sýningum. Það þekkjum við sem hér búum. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því.

Stefán Vagn Stefánsson“


Leikflokkur Húnaþings vestra – Svar frá VG: 

„Sæl og takk fyrir að hafa samband!
Að mínu mati eru áhugaleikfélögin eru oftar en ekki hjartað og sálin í svæðisbundinni menningarstarfsemi auk þess að vera gríðarlega mikilvæg í samhengi samfélags og geðheilbrigðis. Oftar en ekki er áhugaleikfélagið á hverjum stað einstakt. Að auki má ekki gleyma þeirri nýsköpun sem oft á sér stað í áhugaleikfélögum í leikritun og tónlist svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að vera staður fyrir unga fólkið okkar til að uppgvötva styrkleika sína á sviði. Það er því mjög mikilvægt að styðja við og efla starfsemi þeirra á sem víðustum grunni. Vinstri græn hafa löngum haft menningarmál í hávegum, allt frá því Katrín Jakobsdóttir sat í menntamálaráðuneytinu á árunum 2009-2013, og að okkar frumkvæði var hér stofnað sérstakt menningarmálaráðuneyti í kjölfarið á stjórnarmyndun árið 2021. Í stefnu Vinstri grænna í málefnum menningar og lista er skýrt kveðið á um samfélagslegt mikilvægi menningar og lista og þar segir meðal annars:
“Menningarstefna á Íslandi á að snúast um þátttöku allra. Sérstaklega þarf að efla þátttöku þeirra sem síst sækja sér menningartengdar upplifanir vegna hindrana í samfélaginu og aðstöðumunar.  Menning og listir eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttaka í menningarstarfsemi og fjölbreyttu, skapandi listastarf bætir lýðheilsu og eflir fólk með ólíkan bakgrunn til þátttöku í samfélaginu.Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar.” (sjá https://vg.is/stefna/menning-og-listir/)
Vinstri græn eru í liði með áhugaleikfélögum alla leið, á forsendum listræns gildis, félagslegs mikilvægis og jöfnuðar og munu að sjálfsögðu beita sér fyrir að rétta hlut þeirra með ráðum og dáð á næsta kjörtímabili.

Vona að þetta svari ykkur
Með bestu kveðju, Álfhildur“


Valdimar Ingi frá Leikfélagi Hveragerðis-Svar frá VG: 

Áhugaleikfélögin eru oftar en ekki hjartað og sálin í svæðisbundinni menningarstarfsemi auk þess að vera gríðarlega mikilvæg í samhengi samfélags og geðheilbrigðis. Oftar en ekki er áhugaleikfélagið á hverjum stað ein Að auki má ekki gleyma þeirri nýsköpun sem oft á sér stað í áhugaleikfélögum í leikritun og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Það er því mjög mikilvægt að styðja við og efla starfsemi þeirra á sem víðustum grunni. Vinstri græn hafa löngum haft menningarmál í hávegum, allt frá því Katrín Jakobsdóttir sat í menntamálaráðuneytinu á árunum 2009-2013, og að okkar frumkvæði var hér stofnað sérstakt menningarmálaráðuneyti í kjölfarið á stjórnarmyndun árið 2021. Í stefnu Vinstri grænna í málefnum menningar og lista er skýrt kveðið á um samfélagslegt mikilvægi menningar og lista og þar segir meðal annars:
“Menningarstefna á Íslandi á að snúast um þátttöku allra. Sérstaklega þarf að efla þátttöku þeirra sem síst sækja sér menningartengdar upplifanir vegna hindrana í samfélaginu og aðstöðumunar. Menning og listir eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttaka í menningarstarfsemi og fjölbreyttu, skapandi listastarf bætir lýðheilsu og eflir fólk með ólíkan bakgrunn til þátttöku í samfélaginu. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar.” (sjá https://vg.is/stefna/menning-og-listir/)
Vinstri græn eru í liði með áhugaleikfélögum alla leið, á forsendum listræns gildis, félagslegs mikilvægis og jöfnuðar og munu að sjálfsögðu beita sér fyrir að rétta hlut þeirra með ráðum og dáð á næsta kjörtímabili.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir


Ólöf fékk svar frá VG: 

Sæl og blessuð Ólöf,
Þú afsakar að svarið er kannski stutt en við viljum gjarnan styðja betur við áhugaleikhús.
Áhugaleikfélögin eru oftar en ekki hjartað og sálin í svæðisbundinni menningarstarfsemi. Þau hafa jákvæð áhrif á samfélag sitt, gefa fólki tækifæri til listrænnar tjáningar, auka sjálfstraust og bæta geðheilbrigði þeirra sem sækja leikhús. Að auki má ekki gleyma þeirri nýsköpun sem oft á sér stað í áhugaleikfélögum í leikritun og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Það er því mjög mikilvægt að styðja við og efla starfsemi þeirra á sem víðustum grunni. Vinstri græn hafa löngum haft menningarmál í hávegum, allt frá því Katrín Jakobsdóttir sat í menntamálaráðuneytinu á árunum 2009-2013, og að okkar frumkvæði voru menningarmálin skilin frá menntamálum í kjölfarið á stjórnarmyndun árið 2021. Í stefnu Vinstri grænna í málefnum menningar og lista er skýrt kveðið á um samfélagslegt mikilvægi menningar og lista og þar segir meðal annars:
“Menningarstefna á Íslandi á að snúast um þátttöku allra. Sérstaklega þarf að efla þátttöku þeirra sem síst sækja sér menningartengdar upplifanir vegna hindrana í samfélaginu og aðstöðumunar. Menning og listir eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttaka í menningarstarfsemi og fjölbreyttu, skapandi listastarf bætir lýðheilsu og eflir fólk með ólíkan bakgrunn til þátttöku í samfélaginu.Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar.” (sjá
https://vg.is/stefna/menning-og-listir/)
Þannig að við Vinstri græn viljum efla starfsemi áhugaleikhúsa.
Með góðri kveðju,
Guðmundur Ingi Guðbrandsson