Leikhópurinn Lotta hefur í sumar sýnt barnaleikritið sívinsæla, Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner, undir berum himni víða um land. Nú eru aðeins fimm sýningar eftir, þar eru 4 í Elliðaárdalnum í Reykjavík og ein á Blómstrandi dögum í Hveragerði en þar verður sýnt í Lystigarðinum. Sýningarnar í Elliðaárdalnum eru í dag, miðvikudaginn 22. ágúst, á morgun fimmtudaginn 23. ágúst, þriðjudaginn 28 .ágúst og miðvikudaginn 29. ágúst og hefjast þær allar kl 18:00. Sýningin á Blómstrandi dögum í Hveragerði er laugardaginn 25. ágúst og hefst kl. 13:00.

 

 

Leikhópurinn Lotta sýnir hvort sem sólin skín eða rigningin dynur og er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri og mæta með teppi til að sitja á og hlýja sér við. Myndavélar eru velkomnar. Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Frítt er fyrir börn viðskiptavina í Stofni hjá Sjóvá gegn framvísun boðskorts

 

Miðapantanir og upplýsingar í síma 699-3993 eða á dyrinihalsaskogi@gmail.com