Nú fer sýningum að ljúka á leikritinu Epli og eikur sem Hugleikur sýnir í Möguleikhúsinu. Höfundur er Þórunn Guðmundsdóttir, en leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson. Síðustu sýningar eru:

Miðvikudag 18. apríl
Fimmtudag 19. apríl -Allra síðasta sýning

Sýningar hefjast klukkan 20.00 og miðapantanir eru á hugleikur.is og í síma 551 2525. Miðaverð er kr. 1.500.
En því fer fjarri að Hugleikur sé hættur í vetur. 

bingo.gifNú standa yfir sýningar á verkinu Bingó sem Hugleikur frumsýndi síðastliðinn laugardag í samvinnu við Leikfélag Kópavogs. Þá frumsýningu bar einmitt upp á 23 ára afmæli félagsins. Bingó er einnig síðasta sýningin sem Leikfélag Kópavogs sýnir í Hjáleigunni við Félagsheimili Kópavogs. Höfundur verksins er Hrefna Friðriksdóttir og leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.

Einnig var brotið blað í sögu Hugleiks síðasta sunnudag, en það var í fyrsta sinn sem leikfélagið sýndu tvær sýningar samtímis. Þá voru samtímis 10. sýning á Eplum og eikum og 2. sýning á Bingó.

Næstu sýningar á Bingó eru:
Fimmtudag 19. apríl
Laugardag  21. apríl
Sunnudag 22. apríl
Miðvikudag 25. apríl

Miðapantanir eru á hugleikur.is og í síma 823 970. Miðaverð er kr. 1.500.

Ekki er síðan allt búið enn hjá Hugleik. Síðasta einþáttungadagskrá vetrarins verður í Þjóðleikhúskjallaranum 22. og 26. apríl. Á boðstólnum verða fjórir nýir einþáttungar auk þess sem leiklesin verða nokkur valin atriði úr leikritum frá fyrstu starfsárum félagsins.

Húsið opnar kl. 20:30, en sýningar hefjast kl. 21.00.
Miðaverð er kr. 1.000.

Hugleikur klárar síðan leikárið með tónlistardagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum í lok maí. Nánar auglýst síðar. 

{mos_fb_discuss:2}