Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir næstkomandi laugardag, 20. október kl. 17:00, barna- og fjölskylduleikritið Alína. Höfundur og leikstjóri verksins er Skagfirðingurinn Stefán Sturla Sigurjónsson og tónlistin er eftir Valgeir Skagfjörð. Sýnt er í Bifröst. 

Verkið er um litla íslenska stelpu sem heitir Alína, hún missir fyrstu tönnina sína og lendir upp frá því í miklum ævintýrum meðal álfa, gnóma og trölla, hún er numin á brott af vondum kalli, til þess að bjarga henni úr þessum válegu höndum er björgunarsveit send út til að leita hennar og frelsa. Þetta er sem sagt fjölskylduævintýri um menn, gnóma, álfa og tröll.

Þetta er viðamesta sýning sem L.S. hefur sett upp í áraraðir og til þess að þetta sé framkvæmanlegt þarf gott fólk og það erum við hjá L.S. erum svo heppin að hafa, það eru hvorki meira né minna en um 50 manns sem koma að sýningunni og þar af 32 leikendur, hópurinn samanstendur af bæði fólki sem er vant að leika og líka þeim sem eru að byrja sem er frábært fyrir leiklistarlífið í firðinum. Til gamans má geta að í leikarahópnum eru þrennir tvíburar.

Höfundur tileinkar börnum sínum verkið og gaman er að geta þessa að sama dag og frumsýnt er gefur Fjölvi út bókina um þessi ævintýri Alínu.
  
Til að kaupa miða hefur þú þessa valmöguleika:
• Kíkir í Kompuna, kaupir þér miða og tekur þá með þér heim.
• Hringir í 453 5499 á virkum degi frá 11-18 og um helgar 11-13 og greiðir með  kreditkorti í símgreiðslu.  Miðarnir eru þá merktir þér og þú getur nálgast þá í Kompunni á opnunartíma eða þeir bíða þín í anddyri Bifrastar á sýningardegi (húsið opnar klukkutíma fyrir sýningu).
• Mætir í anddyri Bifrastar fyrir sýningu og kaupir miða (mælum síður með því því miðasala gengur vel).
 

{mos_fb_discuss:2}