Ráðabruggið er eftir Sellu Páls og fjallar um Geirþrúði, aldraða konu, sem gabbar son sinn til sín, en tilgangurinn er annar en sá sem sýnist. Bland í poka er með texta eftir Bjarna Ingvarsson og leikhópinn. Sjö til átta lög eru í sýningunni. Lög og söngtextar eru gamlar perlur frá fyrri tíð eftir ýmsa höfunda. Leikið er undir á harmonikku og gítar og er lögð áhersla á að áhorfendur taki undir.
Verkið er um það bil 80 mínútur í flutningi og taka 11 manns þátt í uppfærslunni. Nokkrir nýjir leikarar stíga sín fyrstu spor á leiksviðinu í þessari uppfærslu, en auk þeirra eru þaulreyndir leikarar sem tekið hafa þátt í fjölda leiksýninga hjá leikhópnum Snúði og Snældu.
Sýnt í Iðnó fimmtudag 21. febrúar og laugardag 23. febrúar kl. 14
Miða má kaupa í Iðnó, sími 562 9700