Nú eru einungis eftir fjórar sýningar af fjölskyldusýningunnni Ævintýri Múnkhásens eftir Sævar Sigurgeirsson sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Sýningum lýkur þann 19. maí en á tveimur síðustu sýningunum mun Ylfa Mist Helgadóttir leysa Söru Blandon af sem eldfjallaguðinn Vúlkan o.fl. Ævintýri Múnkhásens er lygileg sýning fyrir alla aldurshópa, full af ólíkindum, glensi og leikhústöfrum sem fá fólk til að vantreysta eigin augum og hefur hlotið einróma lof gagnrýndenda og áhorfenda. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir

 

Síðustu sýningarnar verða:
fimmtudaginn 3. maí kl. 18.00
sunnudaginn 6. maí kl. 17.00 Uppselt
laugardaginn 12. maí kl. 14.00
laugardaginn 19. maí kl. 14.00

Leikritið er byggt á ótrúlegum ýkjusögum þekktasta lygara heimsins, þýska barónsins Múnkhásen (eða Karl Friedrich Hieronymus, Freiherr von Münchhausen). Þegar Múnkhásen sneri heim úr hernum, eftir bardaga í Rússlandi og Tyrklandi, sagði hann ótrúlega skrautlegar og krassandi lygasögur af ævintýrum sínum, þar sem hann átti meðal annars að hafa setið á fljúgandi fallbyssukúlum, ferðast til tunglsins upp baunagras, hrapað inn að miðju jarðar, bjargast úr díki með því að draga sjálfan sig og hestinn með upp á hárinu, snúið úlfi á rönguna, riðið framparti af sundurskornum hesti og unnið ótal önnur ómannleg afrek í bardögum, veiðiferðum og einkalífi.

Miðaverð er 3.200 krónur

Miðapantanir í síma 565 5900. www.midi.is og midasala@gaflaraleikhusid.is

www.gaflaraleikhusid.is
www.facebook.com/munkhasen

{mos_fb_discuss:2}