Enn gefst tækifæri til að sjá “Herra Pott og ungfrú Lok” sem frumsýnd var í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu siðasta laugardag. Síðustu sýningar eru nú helgina 5. og 6. júní kl. 13 og 15. Hér er um heimsfrumsýningu á ræða á tónlist eftir Bohuslav Martinu og sögu Chisthophe Garda sem í fyrsta sinn er sýnt í sviðsuppfærslu á Íslandi fyrir tilstilli Óperarctic félagsins. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir
Veröld herra Potts og ungfrúar Loks er allt í senn spennandi, undursamleg og heillandi öllum börnum allt frá þriggja ára til hundrað og þriggja. Tónævintýrið um herra Pott og ungfrú Lok er draumur lítils drengs um að áhöldin í eldhúsinu lifni við. Ástir herra Potts og ungfrúar Loks fara nánast út um þúfur vegna afbrýðisemi daðurdrósarinnar Kvarnar. Pörupilturinn Klútur og hinn reglufasti herra Sópur dragast inn í atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Tónlistin segir einnig sögu, en það er saga djass, tangó, charleston og foxtrott.
Sýningin er tvískipt, fyrst leiksýning þar sem sögumaður segir söguna við undirleik sex hljóðfæraleikara sem spila á klarinett, fagott, trompet, fiðlu, selló og píanó. Í lok sýningarinnar verður spuni í léttum dúr og samskipti við áhorfendur út frá leiksýningunni.
Tónlist er eftir Bohuslav Martinu og saga eftir Christophe Garda í þýðingu Hlöðvers Ellertssonar
Búningar, brúður og sviðsmynd: Katrín Þorvaldsdóttir
Hljóðfæraleikarar: Ármann Helgason, klarinett, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Sif Tulinius, fiðla, Sigurður Halldórsson, selló, Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó.
Sýningin er á íslensku, en sýningin 3. júní verður á frönsku. Samstarfsverkefni Óperarctic félagsins og Þjóðleikhússins.
Sýningin er studd af Alliance française, Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði, Barnamenningarsjóði og Barnavinafélaginu Sumargjöf.
{mos_fb_discuss:2}