Leikfélag Mosfellssveitar hefur sýnt gamanleikritið Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney í Bæjarleikhúsinu undanfarið og nú er aðeins ein sýning eftir, þ. 8. nóvember.  Verkið gerist á Hótel Borg og er dæmigerður hurðafarsi sem byggir á misskilningi. Ráðherra Samfylkingarinnar, Örvar Gauti Scheving, finnur lík inni á herbergi sínu á Hótel Borg þar sem hann ætlaði að eyða kvöldinu með ritara Miðflokksins, Gógó. Í málið flækjast síðan Guðfinnur Maack, aðstoðarmaður ráðherra, Atli Geir, maður Gógóar, Rannveig, eiginkona Örvars ásamt starfsfólki Hótel Borgar. Leikstjórar eru Aron Martin Ásgerðarson og Elísabet Skagfjörð.
Nei, ráðherra! var sýnt í Borgarleikhúsinu 2010/2011 við miklar vinsældir. Sýnt er í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og miðasala er
á Tix.is.