Leikhópurinn PotatoPotato heldur áfram að rannsaka pólitískar aðgerðir (og aðgerðaleysi) í evrópsku samtíma með ögrandi sviðslist, og skoðar nú sérstaklega pólitíska þátttöku í norrænu paradísinni. Leikhópurinn fylgir eftir Danskjävlar – bedst i Europa, sem fjallaði um hægri-pópúlisma og var sýnt í Svíþjóð og Danmörku í fyrra, með leikferð um Svíþjóð, Noreg og Ísland. Leikritið sem nú er sýnt byggir á skáldsögunni Píslarvottar án hæfileika eftir Kára Tulinius, sem kom út árið 2010 í kjölfar íslensku fjármálakreppunnar.
Sýningin hefst kl. 20 og aðgangseyrir er 2.900 kr.
Aðstandendur og leikendur Talanglösa Martyrer
Byggt á skáldsögu eftir Kára Tulinius
Leikstjóri: Linda Forsell
Hugmynd og dramatúrgía: Freja Hallberg
Leiktexti: Linda Forsell og leikendur
Leikmynd: Agnes Östergren og Freja Hallberg
Búningar: Agnes Östergren
Tónlist: Freja Hallberg og Hampus Hallberg
Framleiðendur: Helena Engberg, Jenny M Jensen, Freja Hallberg
Leikendur: Linn Bjørnvik-Grøder, Klara Bendz, Christian Hillborg og David Sigfridsson.