Netverkið Herbergi 408 eftir Hrafnhildi Hagalín og Steinunni Knútsdóttur er tilnefnt til Evrópuverðlaunanna, Prix Europa 2010 í flokki nýmiðla. Verkið var frumflutt í netleikhúsinu Herbergi 408, sem stofnað var af höfundum vorið 2009. Netleikhúsið er eina leikhúsið sinnar tegundar hér á landi og má nálgast tilnefnda verkið í leikhúsinu á www.herbergi408.is. Verkið er gagnvirkt leikverk þar sem áhorfandinn getur valið ólíkar leiðir í gegnum söguna sem sögð er.

Leikarar í verkinu eru Árni Pétur Guðjónsson, Harpa Arnardóttir og Aðalbjörg Árnadóttir en tónlist og hljóðmynd annast Kristín Björk Kristjánsdóttir.  Verðlaunaafhendingin fer fram 23. október næstkomandi og hlýtur vinningshafinn 6000 evrur í verðlaun eða um 900.000 ISK.

{mos_fb_discuss:2}