Leiklistarskóli BÍL stendur fyrir námskeiði í leikhúsförðun dagana 24.-25. janúar 2026. Kennari er Ásta Hafþórsdóttir sem er einn fremsti förðunarmeistari landsins og þótt víðar væri leitað. Kennt verður í húsnæði Reykjavík Makeup School að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Námskeiðið hefst laugardaginn 24. janúar og lýkur sunnudaginn 25. janúar. Lögð verður áhersla á helstu atriði í grunnförðun í leikhúsi fyrri daginn en seinni daginn fá nemendur að þeim þáttum sem þeir helst kjósa. Meðlimir aðildarfélaga Bandalagsins hafa forgang að námskeiðinu en opið verður fyrir aðra ef laus pláss verða. Frekari upplýsingar og umsóknarform hér.