Opni listaháskólinn er með námskeið sem höfða til leiklistaráhugafólks á vorönn. Má þar m.a. nefna námskeiðin Aðferðir leiklistar við kennslu og Textaverk.
Alls eru 27 fjölbreytt námskeið í boði á vorönn 2020. Meðal annars hægt að læra um Skapandi starf í tónlistarnámi, fræðast um Sýningargerð og sýningarstjórnun, sækja glænýja námskeiðið Listir og göngur, kynna sér Aðferðir leiklistar í kennslu og læra um og tileinka sér mismunandi notkun ólíkra texta í listaverkum í námskeiðinu Textaverk, svo fátt eitt sé nefnt.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vef Opna listaháskólans.