Leikfélag Hörgdæla tók hina geysivinsælu sýningu Með fullri reisn aftur til sýninga nú í haust og virðist ekki hafa verið vanþörf á því, það hefur verið mjög góð aðsókn og er nú uppselt á allar sýningar sem fyrirhugaðar eru á Melum. Síðan ætla leikfélagsmenn og -konur að halda í leikferð til Reykjavíkur. Verður leikritið sýnt á fjórum sýningum í Iðnó dagana 11. og 12. nóvember. Aðeins eru örfáir miðar eftir á þær sýningar og má finna þá á midi.is.

Það stefnir í að heildarfjöldi áhorfenda verði vel yfir 4.000 á 44 sýningum. Þannig telst sýningin vera í hópi vinsælustu sýninga sem settar hafa verið upp hjá áhugaleikfélögum hérlendis frá upphafi.

{mos_fb_discuss:2}