Sunnudaginn 30. apríl frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks farsann Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en hann hefur áður leikstýrt þremur leikritum fyrir Leikfélag Sauðárkróks, Bláa hnettinum, Ertu hálf-dán? og Síldin kemur og síldin fer. vifid1.jpgSunnudaginn 30. apríl frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks farsann Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en hann hefur áður leikstýrt þremur leikritum fyrir Leikfélag Sauðárkróks, Bláa hnettinum, Ertu hálf-dán? og Síldin kemur og síldin fer.
 
Með vífið í lúkunum fjallar um John Smith sem er ósköp venjulegur leigubílstjóri sem óvart, alveg óvart, er giftur tveimur konum.  Til að þær viti ekki hvor af annarri þarf hann að vera bísna vel skipulagður en dag nokkurn lendir hann í slysi og þá riðlast skipulagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Til að reyna að bjarga málunum spinnast upp ótrúlegustu lygar og flækjur sem gera leikritið að eldfjörugum og bráðskemmtilegum farsa.
 
vifid2.jpgLeikendur eru 8 talsins, Guðbrandur J. Guðbrandsson fer með hlutverk Johns Smith og konurnar hans tvær leika þær Elva Björk Guðmundsdóttir og Íris Baldvinsdóttir.  Hlutverk líflegu og lífsglöðu nágrannanna eru í höndum Árna Jónssonar og Kjartans Ástráðssonar, lögregluþjónarnir sem reyna að skilja gang mála eru leiknir af Kristjáni Erni Kristjánssyni og Vigni Kjartansyni og óði ljósmyndarinn er Inga Rún Pálmadóttir. Allir leikararnir hafa áður stigið á svið, sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og sumir hafa meira að segja spreytt sig á Þjóðleikhússfljölunum þegar Sumarið fyrir stríð var valin besta áhugamannasýningin árið 1996. Hönnuður leikmyndar er Þröstur Guðbjartsson og ljósahönnuður er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
 
Vorkverk LS er að venju frumsýnt í Sæluviku Skagfirðinga en Sæluvikan á sér langa sögu, tengdist lengst af sýslufundi Skagafjarðarsýslu sem stóð í u.þ.b. viku á ári hverju. Líklega má rekja sögu Sæluvikunnar til 1874 en þá var fyrsti sýslufundurinn haldinn á Reynistað og var þar dansað, sungið og leikið. Í Sæluviku sem nú hefst síðustu helgina í apríl er jafnan mikið um dýrðir í Skagafirði.

Sýnt er í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki, miðapantanir í síma 849 9434