ImageAðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Félagsheimili Seltjarnarness 6. og 7. maí 2006.

Dagskrá:

Laugardagur 6. maí        kl   09:00        Aðalfundur settur
                                        –    12:00        Hádegisverður
                                        –    13:00        Gagnrýni á sýningar á stuttverkahátíð
                                        –    14.00        Framhald aðalfundar
                                        –    17:00        Fundarhlé
                                        –    20:00        Hátíðakvöldverður í Félagsheimilinu
                                                              Skemmtidagskrá og samvera

Sunnudagur 7. maí         –    09:00        Framhald aðalfundar og fundarslit
                                       –    13:00        Hádegisverður og heimferð

Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2005-2006.

Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum. Þið sem enn eigið eftir að sækja um gerið það sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð má nálgast á forsíðu www.leiklist.is.

Þátttökugjald er kr. 6.500 á hvern aðalfundarfulltrúa.
Innifalið er; standandi kaffi allan fundartímann, hádegisverður á laugardag og sunnudag, meðlæti með kaffi seinni hluta laugardags og fyrri hluta sunnudags, hátíðarhlaðborð laugardagskvöld, ball (2 tónlistarmenn spila fyrir dansi), opinn bar.
Félagar í leikfélaginu munu hafa opna sjoppu með gosi og kannski einhverju smálegu á fundartíma.

Þátttakendum í stuttverkahátíðinni Margt smátt, sem haldin er á föstudagskvöldinu, er boðið að taka þátt í hátíðarkvöldverði og balli með aðalfundarfulltrúum, það kostar kr. 3.500 á mann.

Tilkynnið þátttöku á netfangið info@leiklist.is

Stuttverkahátíðin Margt smátt verður haldin á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu kl. 19.00 föstudagskvöldið fyrir aðalfundinn. Eftirtalin félög verða verða með þessar sýningar á hátíðinni:

Leikfélag Rangæinga – Bara innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson
Freyvangsleikhúsið – Dagur í lífi Mörthu Ernsdóttur eftir Sverrir Friðriksson
Leikfélag Mosfellssveitar – Maður er nefndur eftir Birgir Sigurðsson og Pétur R. Pétursson
Leikfélag Mosfellssveitar – Það er frítt að tala í GSM hjá guði eftir Pétur R. Pétursson
Leikfélag Selfoss – Geirþrúður svarar fyrir sig eftir Margaret Atwood og Shakespeare
Leikfélag Hafnarfjarðar – Morð fyrir fullu húsi eftir Lárus Húnfjörð
Leikfélag Hafnarfjarðar – Súsanna baðar sig eftir Lárus Húnfjörð
Leikfélag Kópavogs – Afi brenndur eftir Odd Bjarna Þorkelsson
Leikfélag Kópavogs – Aðgerð eftir Guðjón Þorstein Pálmarsson
Leikfélagið Sýnir – Friðardúfan eftir Unni Guttormsdóttur
Hugleikur – Í öruggum heimi eftir Júlíu Hannam
Hugleikur – Kratavar eftir Sigurð H. Pálsson
Hugleikur – Hannyrðir eftir Sigurð H. Pálsson

Samvera hátíðargesta verður í Borgarleikhúsinu að hátíð lokinni. Þar verður opinn bar og mögulega hægt að fá eitthvað létt að borða.

Veitt verður viðurkenning fyrir „Sýningu hátíðarinnar“, þrjár sýningar verða tilnefndar. Gagnrýni á sýningar hátíðarinnar fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness kl. 13.00 laugardaginn 6. maí, þar verður viðurkenningin einnig veitt.

Miðaverð er kr. 1.000. Miðasala í síma 568 8000 og midasala@borgarleikhus.is