Halaleikhópurinn frumsýnir leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar föstudaginn 2. feb. nk.
Leikritið fjallar um ekkju sem býr í eldriborgara blokk. Dag einn er hún kemur út úr Bónus situr ókunnur maður í farþegasætinu i bílnum hennar. Maðurinn veit ekki hvað hann heitir, hvar hann býr eða hvert hann er að fara en hann er í mislitum sokkum. Af ótta við almenningsálitið ákveður ekkjan að taka hann með sér heim. Vinkonur hennar og eiginmenn þeirra fléttast inn í málið með tilheyrandi vandræðagangi. Úr þessu tvinnast síðan kostuleg og bráðskemmtileg atburðarás með litríkum karakterum, sýning stútfull af orku og leikgleði.
Þetta stykki á erindi til allra, atburðir sem gerast í þjóðfélaginu er fólk eldist eru hér settir upp á skondinn og hnitmiðaðan hátt. Þarna er vel hægt að hlæja og gráta.
Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman. Leikhópurinn hefur starfað síðan í sept. 1992 og er aðili að BÍL. Sýnt er í Halanum sem er rými í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, 105 Reykjavík. Gengið er inn að norðanverður um innganga 3.
Miðaverð er 2500 kr. miðasala er í síma 897 5007 og á midi@halaleikhopurinn.is.
Frumsýning verður 2. feb. nk. næstu sýningar verða sunnudaginn 4. feb. kl. 17.00, föstudaginn 9. feb. kl. 20.00, sunnudaginn 11. feb. kl. 17.00 og föstudaginn 16. feb. kl. 20.00. Sýningaplanið er svo uppfært á vef félagsins jafnóðum.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins www.halaleikhopurinn.is