Að undanförnu hefur Halaleikhópurinn verið að sýna Pókók eftir Jökul Jakobsson. Aðsókn hefur verið góð og sýningin fengið góða dóma. Nú er komið að lokasýningum og verða þær laugardaginn 13. maí  og sunnudaginn 14. maí kl. 20.00. hali06.jpgAð undanförnu hefur Halaleikhópurinn verið að sýna Pókók eftir Jökul Jakobsson. Aðsókn hefur verið góð og sýningin fengið góða dóma. Nú er komið að lokasýningum og verða þær laugardaginn 13. maí  og sunnudaginn 14. maí kl. 20.00.
 
Pókók er fyrsta leikverk Jökuls Jakobssonar sem er gamanleikur um mann sem er ný sloppinn af Litla hrauni. Hann ætlar að setja á markað og græða stórkostlega á sælgæti, sem vinur hans og samfangi fann upp. Ekki er auðvelt að fylgja hinum gullna vegi til ríkidóms og sælgætið er ekki eins gott og talið var í fyrstu. Í leikritinu fléttast saman blekkingar, svik, fegurðardrottningar og óprúttnir þjófar. Leikritið er í fjórum þáttum og tímalaust, ef svo má segja. Áhorfandinn verður sjálfur að skera úr um hvort leikritið sé skopleikur, farsi eða þjóðfélagsádeila.

Leikhópurinn hefur velt fyrir sér ýmsum hugmyndum í þau fjórtán ár sem hann hefur starfað, svo sem eins og t.d.: Getur heildarhugmynd leikrits breyst ef einhver af persónunum er fötluð? Hvað ef Hamlet væri í hjólastól? Er óvinurinn í Gullna hliðinu dvergvaxinn, verður hann jafn ógnvekjandi þá? Er Makki hnífur á hækjum? Er Fílamaðurinn ófatlaður og allir aðrir fatlaðir Halaleikhópurinn er í allri sinni breidd, birtingarform þess samfélags sem við viljum sjá í „besta heimi allra heima” og þar sem skortur á hefðbundinni fötlun er engin fyrirstaða!
 
Frumsýning var Laugardaginn 11. mars í litlu og notalegu leikhúsi að Hátúni 12, 105 Reykjavík (N-inngangur).
 
Nánari upplýsingar um leikritið ofl. eru á http://www.halaleikhopurinn.is/pokok