Leikfélagið Peðið sýnir leikþáttinn Dagur til að drepa sig, eftir Jón Benjamín Einarsson í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar laugardaginn 23. júní kl. 19:00. Önnur sýning verður sunnudaginn 24. júní kl. 17:00 í tilefni sólstöðuhátíðar á bar 46 Hverfisgötu 46.

Það er enginn til frásagnar um það hvenær sá dagur kemur sem gott er að drepa sig. Eitt er víst, að dagurinn sem Jóhannes velur er ekki góður. En hvernig átti hann að vita það þegar hann ákvað að stökkva fram af hengifluginu. Maður getur bara aldrei verið viss um neitt. Ekki einu sinni að yfirvofandi sjálfsmorð, verði ekki að einhverju grínuppistandi hjá óviðkomandi fólki, sem svo á bara á leið hjá.