Leyndarmál segir af vinahópi í framhaldsskóla. Þau eru hvert með sínu laginu en fljótlega kemur í ljós að aðalpersónana, Sólveig, á í einhverju sálarstríði. Hún er vansæl og líður illa heima hjá sér. Foreldrar hennar geta lítið gert til að hjálpa henni. Loksins getur hún ekki falið leyndarmál sitt lengur, og trúir vini sínum, sem er hommi, að hún sé líka samkynhneigð. Flestir vinanna taka þessum tíðindum vel, en fyrstu viðbrögð foreldranna eru hins vegar í líkingu við það sem hún óttaðist, þangað til hún fær stuðning úr óvæntri átt.
Miðaverð er kr. 1.500 og eru miðar aðeins seldir á staðnum.