Dagana 8. – 11. ágúst fer fram allsherjar leik, og tónlistarveisla fyrir vestan, nánar tiltekið á Suðureyri við Súgandafjörð. Hátíðin ber nafnið ACT ALONE og eitt af því sem gerir hana sérstaka er að frítt er inn á alla viðburði helgarinnar og því upplagt að skella sér vestur í menningarveislu með börn og buru. Dagskráin er sérlega vönduð og fjölbreytt að þessu sinni enda um tíu ára afmælishátíð að ræða. Allt þorpið verður undirlagt í skemmtun og því hægt að fara á milli viðburða allann daginn og langt fram á sumarkvöldið fagra. Á Suðureyri er líka frábær sundlaug og flott kaffihús og veitingastaður sem bjóða ljúfar krásir, tjaldstæðið er stórt og rúmgott.

Stjórn hátíðarinnar skipa þau Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðingur – stjórnarformaður, Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports – ritari og Sigurður Pétursson, sagnfræðingur – gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, Elías Guðmundsson, athafnamaður og Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi.

Dagskrá:

Fimmtudagur 8. ágúst
Kl.18:00 Töfranámskeið fyrir krakka á öllum aldri með Einari Mikael, töframanni (Þurrkver)
Kl 19:00 Fiskismakk og upphafsstef Act alone á Sjöstörnu
Kl.20:00 Kameljón (Fsú) / Leikari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Kl.21:30 Töfrasjóv með Einari Mikael. (Fsú)

Föstudagur 9. ágúst
Kl.20:00 How to become Icelandic in 60. min (Fsú) / Leikari: Bjarni Haukur Þórsson
Kl.22:00 Tónleikar með Mugison (Þurrkver)
Kl. 23:59 Hermann hleypur. Pörupiltsuppistand (Fsú)

Laugardagur 10. ágúst
kl.13:00 Skrímslið litla systir mín (Fsú) /Leikari: Helga Arnalds
Kl.14:00 Hljóðin úr eldhúsinu – Hljóðakúltúr (Aðalstræti 37)
Kl.13:00 – 16:00 Unglingaleikhúsið Morrinn leikur og lífgar uppá þorpið
Kl.14:00 – 15:00 Bragðlaukar – Leikfélagið Hallvarður Súgandi túlkar bragð sjávarrétta (Talisman)
Kl.17:00 Assassinating the forreigner: Part 1 (Þurrkver) Leikari: Alexander Róberts
Kl.19:00 Vesturport frumsýnir nýjan einleik Kistuberi (Fsú) / Leikari: Víkingur Kristjánsson
Kl.21:00 Uppistand með Jóhannesi Kristjánssyni (Fsú)
Kl.22.30 Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni (Fsú)

Sunnudagur 11. ágúst
kl.12:30 Hádegisfyrirlestur: Heilinn hjarta sálarinnar. (Kaupfélagið) Flytjandi: Saga Garðarsdóttir
kl.14:00 Tónleikar með Eyrúnu Arnarsdóttur (Kirkjan)
kl.15.30 Hinn fullkomni jafningi (Fsú) Leikari: Unnar Geir Unnarsson