Persónur verksins tengjast allir innbyrðis á einn eða annan hátt en samskipti þeirra endurspegla ekki aðeins þá reynslu samkynhneigðra af ástinni, heldur fela í sér sammannlega reynslu. Ástin er góð, ástin er vond, ástin er mjúk, ástin er hörð, ástin er heit, ástin er köld, ástin er ljúf, ástin er grimm. Ástin er peningur með tvær hliðar – hvort sem er hjá samkynhneigðum eða gagnkynhneigðum. Og spurningin er hvernig hægt er að finna hamingjuna þrátt fyrir hin mörgu og að því er virðist ósamrýmanlegar ásjónur ástarinnar.
Leikhópurinn Artik var stofnaður fyrr í haust af tveimur nýútskrifuðum leikurum/leikstjórum, þeim Jennýju Láru Arnórsdóttur og Unnari Geir Unnarssyni. Bæði luku þau nýlega nám námi í leiklist og leikstjórn við ASAD-leiklistarskólann í London. Meðan á námi stóð áttu þau það sameiginlegt að sjá Ísland alltaf fyrir sér sem framtíðarvettanginn fyrir listsköpun sína — og þegar heim var komið, voru ermar brettar upp og byrjað að vinna. Hinn fullkomni jafningi er fyrsta verk þeirra.