Jens og risaferskjan er nafnið á leikritinu sem Leikfélags Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst á Sauðárkróki þann 28. október nk. kl. 20:00. Þetta barnaleikrit fyrir alla aldurshópa, spennandi og fyndið enda er Roald Dahl, höfundur sögunar, heimsfrægur fyrir skemmtilega sýn á heim barna (sem og fullorðinna). ImageJens og risaferskjan er nafnið á leikritinu sem Leikfélags Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst á Sauðárkróki þann 28. október nk. kl. 20:00. Þetta barnaleikrit fyrir alla aldurshópa, spennandi og fyndið enda er Roald Dahl, höfundur sögunar, heimsfrægur fyrir skemmtilega sýn á heim barna (sem og fullorðinna).

Leikgerðin er eftir David Wood en þýðingu leiktexta gerði Ármann Guðmundsson sem jafnframt samdi tónlist við verkið og leikstýrir því auk þess sem hann hannar leikmynd ásamt Sigurði Halldórssyni. Dýrleif Jónsdóttir hannar búninga og gerfi og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson hannar lýsingu. Söngtextar eru þýðing Hjörleifs Hjartarsonar á textum Dahls sjálfs utan tveir sem eru eftir Sævar Sigurgeirsson.

Jens og risaferskjan segir frá dreng sem verður munaðarlaus þegar óður nashyrningur étur foreldra hans. Honum er þá komið fyrir hjá tveimur frænkum sínum sem eru vægast sagt andstyggilegar við hann og láta hann þræla myrkrana á milli. Dag einn hittir hann svo undarlegan mann sem gefur honum poka með litlum grænum ögnum. Jens missir úr pokanum yfir rætur gamla ferskjutrésins og við það fer risastór ferskja að vaxa á trénu. Þar með hefst ótrúlegt ævintýri Jens.

Sýningar eru sem hér segir:

Frumsýning: föstudag 28.10. kl 20.
2. sýning: laugardag 29.10 kl. 17
3. og 4. sýning sunnudag 30.10 kl. 14 og 17
5. og 6. sýning laugardag 6.11. kl. 14 og 17
7. og 8. sýning sunnudag 7.11. 14 og 17
9. sýning mánudag 8.11. kl. 18
10. sýning þriðjudag 9.11 kl. 18

Miðasala er í síma: 849-9434