Leikfélag Kópavogs kynnir dagskrá vetrarins á almennum félagsfundi mánudaginn 2. sept. kl. 19.30 í Leikhúsinu. Dagskráin er afar fjölbreytt og hefst á námskeiðum fyrir 11-12 ára annarsvegar og 13-16 ára hinsvegar. Þá verður einnig haldið námskeið fyrir byrjendur sem hefst 9. september. Þá verða leiksýningar og leikdagskrár á boðstólum og verður nánar upplýst um það á félagsfundinum. Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir á fundinn. Frekari upplýsingar má fá á vef félagsins kopleik.is