Leikritið Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason hefur nú verið leikið fyrir fullu húsi í Kassanum Þjóðleikhúsinu frá því í september. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og leikhúsgestum og ekkert lát virðist vera á vinsældum sýningarinnar. Nú er hins vegar svo komið að sýningin verður að víkja úr Kassanum, fyrir Segulsviði eftir Sigurð Pálsson, sem frumsýnt verður í mars.
Til að bregðast við mikilli aðsókn og vinsældum sýningarinnar hefur verið ákveðið að færa Konuna við 1000° uppá Stóra svið Þjóðleikhússins og eru aukasýningar þar þegar komnar í sölu.
Konan við 1000° fjallar um ótrúlega ævi einstakrar konu sem upplifði umrót og hörmungar tuttugustu aldrarinnar víða um lönd og endaði ævina í íslenskum bílskúr.