Leikfélag Norðfjarðar frumsýnir söngleikinn um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Egilsbúð laugardaginn 3. október. Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

Dídí mannabarn rekur augun í Benedikt, þar sem hann stendur nakinn, en með handklæði um sig miðjan, í einu horninu á herbergi hennar – en búálfar eru aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru blautir. Benedikt er nýkominn úr baði. Örlög búálfa eru með þeim ósköpum að þegar þeir lenda í þeim hremmingum að verða mannabörnum sýnilegir, þá ráða mannabörnin hvað verður um þá. Dídí og Bendedikt fara saman til álfheima og lenda í ýmsum ævintýrum.

Frumsýning laugardaginn 3. október kl. 16.00
2. sýning sunnudaginn 4. október kl. 16.00
3. sýning miðvikudaginn 7. október kl. 18.00
4. sýning sunnudaginn 11. október kl. 14.00
5. sýning sunnudaginn 11. október kl. 18.00

Miðaverð 2.000, 10% systkinaafsláttur og frítt fyrir 2 ára og yngri.

Miðasala í síma 844 7809 eftir kl. 18.00 eða í tölvupósti leikfélag.nordfjardar@gmail.com